136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

listamannalaun.

406. mál
[16:31]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er skynsamlegt að opna leiðir fyrir sviðslistafólk og hönnuði eins og gert er ráð fyrir. Það er jafnframt ástæða til að fagna því að verið sé að opna á möguleika til þess að flytja fjármuni á milli launasjóða.

Hins vegar er sá ljóður á ráði þessa frumvarps að það gerir ráð fyrir því að það sé fjármagnað með lántökum, dýrum lánum eins og kemur glögglega fram í mati fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og þess vegna er útilokað við þessar aðstæður að styðja þetta frumvarp eins og það er úr garði gert. Þess vegna sit ég hjá.