136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

listamannalaun.

406. mál
[16:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Síðastliðið haust varð íslenska þjóðin fyrir áfalli. Það er gífurlegur halli á ríkissjóði, það þarf að ná þessum halla niður með öllum tiltækum ráðum til þess að við uppfyllum skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á sama tíma eru menn að skuldbinda ríkissjóð eins og hann eigi nóg af peningum. Á sama tíma ætla menn að hætta að skerða heilbrigðiskerfið, menntakerfið o.s.frv. og hér er verið að auka útgjöldin. Ég segi nei, herra forseti.