136. löggjafarþing — 118. fundur,  31. mars 2009.

heillaóskir til stjórna stjórnmálaflokka.

[13:35]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Ég vil í upphafi þingfundar nota tækifærið og óska nýkjörnum formanni Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarna Benediktssyni, til hamingju með kjör hans á landsfundi flokksins um síðustu helgi og vona að við eigum gott og farsælt samstarf meðan við erum í okkar embættum.

Enn fremur vil ég óska hæstv. forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, til hamingju með kjör hennar sem formaður Samfylkingarinnar. Ég vona líka að samstarf okkar verði jafngott og ánægjulegt og verið hefur fram að þessu.

Þessi orð og hamingjuóskir láðist mér að flytja héðan úr forsetastóli í gær. Ég hafði aðeins fært þær persónulega hinum nýju flokksformönnum og ég bið alla velvirðingar á þessari yfirsjón minni. Öðrum hef ég svo óskað sérstaklega til hamingju annars staðar.