136. löggjafarþing — 118. fundur,  31. mars 2009.

aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði.

43. mál
[14:20]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf):

Herra forseti. Þetta mál lætur ekki mikið yfir sér en hér er um að ræða tillögu til þingsályktunar flutta af undirrituðum og Steingrími J. Sigfússyni fyrr á þessu þingi. Tillagan gengur út á að gerð verði úttekt á aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði sem miðar að því að gera einstaklingum kleift að búa lengur í íbúðum sínum eða festa kaup á hentugu íbúðarhúsnæði í eldra húsnæði.

Ég bendi á að hér er ekki aðeins verið að greiða fyrir þessu heldur er hugsanlega líka verið að auka við atvinnu. Ég þakka nefndinni fyrir afgreiðslu á þessu máli og þakka þingheimi jafnframt fyrir að greiða götu þess til þess að hægt sé að fullvinna málið og koma því til framkvæmda í þágu aldraðra, öryrkja og raunar vinnumarkaðarins í heild.