136. löggjafarþing — 120. fundur,  31. mars 2009.

tollalög og gjaldeyrismál.

462. mál
[23:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þess umræðu meira en orðið er en ég held að við hæstv. fjármálaráðherra getum verið sammála um að það er æskilegt að við ræðum saman og finnum leiðir til að losa okkur út úr því ástandi sem er á gjaldeyrismarkaðnum. Við þurfum að vinna í því í sameiningu og ég held að það væri æskilegt ef við tækjum þá umræðu upp í þinginu í einu eða öðru formi og fengjum til þess aðstöðu og næði. Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að gera það. Ég mun hins vegar ekki við þetta tækifæri lengja umræðuna sjálfur vegna þessara mála og held að það væri gott fyrir okkur að gera það þegar við höfum haft aðeins meiri tíma til að átta okkur á stöðunni og þá líka hugsanlegum áhrifum þessara breytinga.