136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:13]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill vekja athygli hv. þingmanns á því að hann bauð að hér yrði lokið 3. umr. málunum og farið heim að þeim loknum. Það var gert fyrir tveimur tímum síðan. Þar eru þá eftir mál nr. 3, 4, 5, 7 og 9 og þetta eru allt saman mál sem eru til 3. umr. og hafa hlotið umfangsmikla umfjöllun í 2. umr. Það var eðlilegt markmið að ljúka þessum málum áður en við lykjum fundi, ef það svarar spurningunni, en ég ræð ekki hversu mikinn tíma menn nýta til að ræða mál.