136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður, framsögumaður og formaður hv. nefndar, sagði að alla hluti ætti að skoða. Samt hefur ekki verið skoðað í nefndinni það sem ég nefndi í 2. umr. að þyrfti að skoða, beingreiðslur, búsetugreiðslur til þeirra sem njóta þessara styrkja, þannig að ekki sé annars vegar verið að niðurgreiða raforkuna og hins vegar að niðurgreiða samkeppnisorku. Þetta er bara eins og ég nefndi, þetta er eins og í gamla Sovét og hvergi er minnst á þessa ræðu í framhaldsnefndaráliti, það er eins og ég hafi ekki haldið neina ræðu. Nú er ég ekki í hv. iðnaðarnefnd en mér finnst gert dálítið lítið úr umræðunni þegar ekki er tekið neitt mark á því sem sagt er og haldið áfram með þetta sovéska kerfi sem vitað er að er mjög óhagkvæmt. Það er vitað að Sovétríkin fóru á hausinn út af svona kerfi. Þetta er mjög dýrt og menn eiga að skoða allar leiðir.