136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:41]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því að hér á sér stað viðamikil umræða um húshitunarkostnað á landsbyggðinni. Þannig háttar til að hæstv. iðnaðarráðherra fer jafnframt með byggðamál í landinu þannig að ég held að það væri þessari umræðu mjög til framdráttar og gæti jafnvel stytt hana ef hæstv. iðnaðarráðherra gæti komið hér og verið við umræðuna og jafnvel svarað spurningum sem snúa að því hvernig hann hyggst hjálpa til við að jafna búsetukosti í landinu. Þetta eru allt spurningar sem koma upp í umræðunni, hafa þegar komið upp og ég veit að áhugasvið þeirra þingmanna sem eiga eftir að tala snúa að þessu. Þess vegna væri mjög áhugavert og ég eiginlega bara reikna með því að hægt verði að kalla á hæstv. iðnaðarráðherra. Eða (Forseti hringir.) er hann kannski hér í húsinu og gæti komið og verið í salnum við umræðuna?