136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:43]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hér rétt til að þakka hæstv. forseta fyrir það hversu vel hún brást við þessu og hún gæti kannski svarað því hvort hæstv. iðnaðarráðherra er enn í húsinu og hvort hann verði við umræðuna núna strax, því að því er ég best veit er hv. þm. Kristján Þór Júlíusson með næstu ræðu og hann mun fara mjög vel yfir þessi mál og mjög nauðsynlegt er að hæstv. iðnaðarráðherra hlýði á þau sjónarmið sem koma fram í máli hans. Þannig vill til að hv. þm. Kristján Þór Júlíusson er einnig fulltrúi okkar í stjórn Byggðastofnunar og ég veit að byggðamál almennt eru mjög á hans borði og þess vegna er nauðsynlegt að hæstv. iðnaðarráðherra, sem er, eins og ég tók fram áðan, líka ráðherra byggðamála — þannig að mjög áhugavert væri að vita hvort hæstv. (Forseti hringir.) ráðherra er í húsinu.