136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[01:33]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna orðum hæstv. ráðherra og jú, ég get, eins og ég hef sagt áður, tekið undir með hæstv. iðnaðarráðherra að hér er um gott mál að ræða. Það skapar atvinnu. Við sjálfstæðismenn höfum hér talað lengi í kvöld um annað frumvarp hæstv. iðnaðarráðherra varðandi endurgreiðslu á kvikmynda ... (Gripið fram í.) Endurgreiðslu til ... (Gripið fram í: ... vegna kvikmyndagerðar.) Maður er orðinn svo þreyttur. Það er svo langt liðið á nóttina að maður er hættur að muna. Það er til kvikmyndagerðar. Og það frumvarp munum við sjálfstæðismenn einnig styðja sem er mjög gott og atvinnuskapandi og gjaldeyrisskapandi. Ég held því að hæstv. iðnaðarráðherra geti bara verið ánægður með okkur sjálfstæðismenn því við erum svo sannarlega að styðja hér frumvörp sem hann leggur fram. (Gripið fram í.)