136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

Hatton-Rockall svæðið og deilur við Breta.

[11:14]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Herra forseti. Hv. þingmaður á sæti í utanríkismálanefnd og gerþekkir þetta mál af umfjöllun síðustu ára. Hún veit að landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki vald til að fjalla um greinargerðir einstakra ríkja um umdeild hafsvæði nema með samþykki allra deiluaðila. Þess vegna er vandséð að þessar einhliða greinargerðir Breta og Íra þjóni nokkrum tilgangi. Það liggur fyrir bæði í svari mínu og reyndar fyrr og meðal annarra þjóða að hvorki Ísland né Danmörk fyrir hönd Færeyja munu veita slíkt samþykki. Nefndin mun þess vegna alls ekki fjalla um þessar greinargerðir Bretlands og Írlands þannig að hv. þingmaður getur velt því fyrir sér hvort þetta er stórt eða lítið nei, en það er nei.