136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

staðgöngumæðrun.

[11:28]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hefði verið betur undir það búinn að svara þessu ef ég hefði fengið að vita um fyrirspurnina áður. Þetta er hins vegar óundirbúinn fyrirspurnatími þannig að ég þarf að skoða málið nánar til að vita hvar það er statt eins og hv. þingmaður innir mig eftir. Hv. þingmaður vísar í starfshóp sem er að skoða ýmsar hliðar á þessum málum.

Ég tek undir það með hv. þingmanni að það er mjög mikilvægt að þetta málefni fái rækilega skoðun og rækilega umræðu. Ég þakka fyrir að vakið skuli máls á málefninu hér í sölum Alþingis. Ég mun ganga eftir því að fá í hendur upplýsingar um hvar málið er á vegi statt eins og hv. þingmaður óskar eftir.