136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:48]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er mikilvægt hlutverk forseta Alþingis að leita sátta í þinginu þegar deilt er. Þess vegna vil ég hvetja hæstv. forseta eindregið til að taka tillit til þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram í þeim tilgangi að við náum að ræða önnur mál en stjórnarskipunarmálin sem hér eru á dagskrá, mikilvæg atvinnumál áður en við tökum til við að ræða þá mikilvægu breytingu sem lagt er til að gera á stjórnarskipunarlögunum. Stjórnarskipunarlög fyrir íslenska lýðveldið hlýtur að verða að ræða og við hljótum að taka tillit til þess og þess vegna á forseti að efna til fundar með forustumönnum stjórnmálaflokkanna og reyna að ná sátt um breytingar á dagskránni og ég hvet hann til þess.