136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:51]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hefur spurningu verið beint til hæstv. forseta um það hvort hann væri ekki til í að raða dagskrá þingsins upp þannig að mikilvæg atvinnumál megi koma á dagskrá. Hér eru einnig mikilvæg skattamál sem eru síðar á dagskránni. Það hlýtur að vera eðlileg spurning til hæstv. forseta hvort hann vilji ekki taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hér hafa komið fram og ég minni á að hæstv. forseti, eins og kom fram í máli hv. þm. Sturlu Böðvarssonar, hefur það hlutverk á Alþingi að leita sátta um hvernig megi ná fram málum.

Nú óska ég eindregið eftir því að hæstv. forseti svari því hvort hann ætlar að raða dagskránni upp á nýtt og taka fyrir þau mikilvægu atvinnumál sem eru hér, eins og heimild til samninga um álver í Helguvík, (Forseti hringir.) skattamál (Forseti hringir.) og þau mál sem skipta heimilin (Forseti hringir.) og fyrirtækin máli. (Gripið fram í.)