136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:54]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill taka fram að þingið ræður en ekki forseti þannig að það sé á hreinu. (Gripið fram í: Ha?) (ÞKG: Veistu ekki hvernig þú átt að gera þetta?) Forseti er að stjórna fundi og hefur raðað upp dagskrá í samráði við þá sem þar koma að. (ÞKG: Hverjir eru það?) Það eru þingflokksformenn sem hafa setið að því að ræða … (ÞKG: Forsætisráðherra? Eða hverjir eru það?)