136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:11]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill benda á að klukkan hálftvö í dag fer fram utandagskrárumræða um uppbyggingu atvinnulífs og stöðu ríkissjóðs þannig að þá gefst færi á að ræða atvinnumál. Hann vill jafnframt verða við þeirri ósk hv. formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins að funda með þingflokksformönnum í matarhléi klukkan eitt. Þá getum við farið yfir stöðu mála. Að öðru leyti verður dagskránni fylgt.