136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þessa brýnu umræðu um dagskrá dagsins í dag heldur horfa nokkra daga fram í tímann. Þannig vill til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu ætlar að hafa kosningaeftirlit á Íslandi og það er spurning hvernig það lítur út ef íslenskir frambjóðendur geta ekki kynnt kjósendum sínum stefnumál sín í lengri tíma en tvær vikur fyrir kosningar. Það er spurning hvort það sé ekki alvarlegt brot á lýðræði í landinu og gæti orðið tilefni til athugasemda í þessu kosningaeftirliti.

Ég ætla að spyrja hæstv. forseta að því beint: Hvenær lýkur þinginu og hvenær geta þingmenn farið og kynnt kjósendum stefnumál sín?