136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:35]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vænti þess að fundarstjórn hæstv. forseta verði með þeim hætti að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson fái ekki að koma upp í fjórða sinn undir þessum umræðum þó svo ég hafi nokkur orð um þetta mikilsverða mál.

Mér finnst með ólíkindum að hæstv. forseta skuli ekki lánast það verk að leiða þingflokka Alþingis saman og ná samkomulagi um það með hvaða hætti ræða eigi þetta mál. Látum vera grundvallarágreining um innihaldið, en það er illur bragur á starfsháttum Alþingis að ekki skuli nást um það sátt og er enginn flokkur þar undanskilinn. Ég álít það leikaraskap að hafa með höndum þetta starfslag.