136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:37]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í ræðu minni áðan kom fram að ég tel ófært að nota svo ólýðræðisleg vinnubrögð við að koma á svokölluðum lýðræðisumbótum. Ég er á þeirri skoðun að fara þurfi í að breyta stjórnarskránni, ég held að við getum öll verið sammála um það. Hér þarf að fjalla um aðferðafræði. Hvernig viljum við standa að því og hvers konar virðingu berum við fyrir stjórnarskránni?

Væri ekki nær að við hugsuðum aðeins víðar heldur en bara þetta heimóttarlega sem við horfum á einmitt núna að breyta stjórnarskránni í flýtimeðferð? Hvernig mundi þetta t.d. líta út gagnvart Evrópuráðsþinginu og öðrum þeim stofnunum sem standa vörð um mannréttindi og lýðræði í hinum vestræna heimi og í Evrópu? Hvernig lítur þetta út gagnvart þessari stofnun sem við erum aðilar að, þ.e. þau vinnubrögð sem við viðhöfum hér? (Forseti hringir.) Ég bara velti því fyrir mér og ég tel að við séum heimóttarleg og (Forseti hringir.) — ég ætla að leyfa mér að segja, þó að virðulegur forseti sé búinn að slá í bjölluna — (Forseti hringir.) hallærisleg.