136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[14:38]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Ég hef farið varlega í það að tala undir þessum dagskrárlið þar sem ég á sæti í forsætisnefnd og er 1. varaforseti þingsins. Þess vegna hef ég sparað að fara upp undir liðnum um fundarstjórn forseta og fara yfir málin. En nú þegar hv. þm. Árni Þór Sigurðsson hefur farið yfir málin og lýst sjónarmiðum sínum og þegar maður jafnframt horfir á netmiðlana, þar sem búið er að boða til nýrrar búsáhaldabyltingar fyrir utan Alþingi eftir einhvern tíma í dag — það á sem sagt að kalla saman Alþingi götunnar til að berja á Alþingi áfram, þetta kemur fram í netmiðlunum akkúrat núna, að verið er að hvetja fólk til að koma með búsáhöldin sín og standa fyrir utan og mynda sem mestan hávaða — sjáum við hver hefur skipulagt og stjórnað þeim aðgerðum og hver ræður í samfélaginu núna.