136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:00]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er búinn að gera grein fyrir skoðunum mínum og sjónarmiðum í alllangri ræðu og þarf ekki að endurtaka það. Ég get sagt það eitt út af viðbrögðum hv. þingmanns að ég er líka leiður yfir því að ekki skyldi hafa náðst samkomulag í allri nefndinni um afgreiðslu á þessu máli. Því miður er það ekki veruleikinn og þá verður hver að ganga sinn veg.