136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:30]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins leita víða fanga í andmælum sínum. Rökin sum eru alveg úti við sjóndeildarhring og fela í sér miklar hártoganir að mínu mati. (Gripið fram í.) Það er leitað og leitað að einhverju sem getur gengið gegn þessu með hártogunum. (Gripið fram í.)

Hér er verið að samþykkja bráðabirgðaákvæði um hlutverk stjórnlagaþings. Þetta ákvæði þarfnast síðan samþykktar nýs þings þegar það kemur saman eftir kosningar. Það verða ekki tvö stjórnlagaþing starfandi (Gripið fram í.) samtímis eftir það, hv. þm. Pétur H. Blöndal.