136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég mótmæli því að ekki hafi verið vilji til staðar en neita því ekki að það var eitthvert sambandsleysi í nefndinni sem að gerði það að verkum að það var lítið um það að ræða að þessir tveir hópar nálguðust hvor annan. En það er ekki of seint að gera það ef vilji er fyrir hendi. Ef þessi vilji, sem ég vildi að hefði komið í ljós fyrir löngu, er nú allt í einu til staðar til að fara að ræða um það hvort við eigum möguleika á því að ná saman, þá er viljinn til staðar hjá okkur í meiri hlutanum. Það er ekki nokkur vafi á því.