136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sætti mig ekki við að því sé haldið fram að við sem erum þeirrar skoðunar að stjórnarskrárgjafi skuli tímabundið vera hjá stjórnlagaþingi, viljum niðurlægja Alþingi. Ég mótmæli því. Það er alls ekki svo en höfum það í huga að upphaf valdsins kemur frá þjóðinni. Við erum ekki upphaf alls þó að við sitjum tímabundið á hv. Alþingi og held ég reyndar að ég hafi setið lengur en hv. þm. Björn Bjarnason.