136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Jón Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Nú er langt liðið á daginn og fyrir liggur að undanfarið hafa verið hér kvöld- og næturfundir og það gengur náttúrulega ekki endalaust að haga málum þannig. Ég vildi gjarnan vita hvað forseti ætlar að láta þessa umræðu standa lengi. Það liggur fyrir að það eru það margir sem eru á mælendaskrá og munu verða á mælendaskrá að okkur endist ekki nóttin ef meiningin er að fara að með þeim hætti.

Ég mælist til þess að miðað verði við að fundur standi ekki lengur en í mesta lagi fram yfir ellefu, að reynt verði að stilla þannig til að fundi ljúki fyrir miðnætti. Ég fer fram á það að forseti upplýsi um það nú þegar hvað hann hyggst láta fundinn standa lengi.