136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Það er kominn fimmtudagur og löng vika að baki. Fundir hafa verið haldnir fram eftir kvöldi og fram á nótt og næturfundir síðustu daga. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins erum ekkert að kveinka okkur undan því að taka umræðuna enda höfum við tekið þá umræðu mjög rækilega undanfarna daga og munum gera það í kvöld. En það eru margir á mælendaskrá og það er fyrirhugaður fundur hér á morgun. Eftir því sem ég kemst næst verður fundur strax í fyrramálið. Ég tek undir óskir hv. þm. Jóns Magnússonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og óska eftir upplýsingum um það hve lengi verði haldið áfram í kvöld. Ég legg jafnframt áherslu á það að fundur verði ekki lengur en til ellefu eða tólf í kvöld.

Við þurfum vissulega að taka umræðuna. Mjög alvarlegar athugasemdir eru gerðar (Forseti hringir.) hér en ég legg áherslu á að við höfum fundinn ekki lengri en í mesta lagi til (Forseti hringir.) miðnættis í kvöld.