136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:20]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þær spurningar sem komið hafa fram. Á þingfundi í gær var hæstv. forseti ítrekað spurður að því hve lengi störf þingsins mundu vera.

Það er ljóst á mætingu hér í þingsal, sérstaklega á það við um vinstri flokkana, þá sem eru í þessari minnihlutastjórn, að veruleg þreytumerki eru þar eða áhugaleysi fyrir þeirri umræðu sem fer fram. (Gripið fram í.) Í gærkvöldi var þetta þannig að hér var (Gripið fram í.) löngum einn fulltrúi þeirra flokka á meðan við sjálfstæðismenn tókum virkan þátt í umræðunni. Í það virðist stefna að við sjálfstæðismenn verðum hér margir en heldur fækki í hinu liðinu. Í ljósi þess að þreytumerki eru farin að segja til sín á þeim bænum sýnist mér að full ástæða sé til að forseti (Forseti hringir.) taki tillit til þeirra aðstæðna sem eru að skapast.