136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Um leið og ég óska eftir að vera settur á mælendaskrá tek ég eftir því að 6 þingmenn af 63 hafa talað í þessu máli. Ég reikna með því að þegar menn fara í hlutverk stjórnlagaþings, eftir alla umræðuna um stjórnlagaþing í þjóðfélaginu undanfarið, finni þeir nú til sín að vera á stjórnlagaþingi og taki allir til máls þannig að 57 eiga eftir að taka til máls. Mér þykir það niðurlæging við stjórnlagaþingið og stjórnarskrána að vera ræða þetta fram á nótt, menn þurfa að vera vakandi yfir þessu.

Mig langar að spyrja hæstv. forseta hvort ekki standi til að fara að ljúka umræðunni í bili og taka svo upp umræður og verkefni stjórnlagaþingsins á morgun.