136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:26]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér hefur farið fram viðamikil umræða og hér á eftir að fara fram mjög viðamikil umræða (Gripið fram í: Um fundarstjórn forseta?) — um stjórnarskrána. Það vekur athygli að hæstv. forseti hefur ekki séð ástæðu til að svara þeim spurningum sem hér hafa verið bornar upp, um þau plön sem hæstv. forseti hefur um það hvernig hann hyggst haga fundum í kvöld, mjög eðlilegar spurningar um það hvernig vinnulag eigi að vera. Boðað er til nefndarfundar í fyrramálið, hæstv. forseti, og þess vegna er náttúrulega ekki hægt að halda svona áfram með næturfundum og fundum snemma á morgnana. Menn fá þá kannski ekki svefn nema upp á 3 tíma dögum saman, eins og á við um mig. (Forseti hringir.) Þetta gengur ekki, hæstv. forseti. (Gripið fram í.)