136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:10]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ítrekað lýst því yfir að ég hefði mikla ánægju af því og mikla gleði ef hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins kæmu með okkur í þessa för, það hef ég ítrekað sagt.

Það er dálítil einföldun að segja að ríkisstjórnin flytji hér mál, svo er ekki, (Gripið fram í.) því að hér er um það að ræða að fjórir þingflokkar af fimm leggja til breytingar. Spurningin … (Gripið fram í.) Þetta er unnið af sérfræðingum, einhverjum mestu sérfræðingum … (Gripið fram í.) Einhver þarf að hafa frumkvæði að vinnunni.

Meginatriðið er að hér er um að ræða vandað frumvarp. (Gripið fram í.) Það sem mig langaði að segja ef ég kemst að er þetta: Sú siðferðilega spurning sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Er sanngjarnt að einn þingflokkur af fimm hafi neitunarvald um (Forseti hringir.) það þegar Alþingi Íslendinga vill gera breytingar? (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það er í raun og veru hin siðferðilega spurning sem við erum að takast á við og höfum svarað eins og hér hefur komið fram.