136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:15]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umræðan um sameign þjóðarinnar á auðlindum er reyndar eldri en 11 ára, þótt umræðan um þjóðareign sé kannski ekki eldri, því ákvæðin komu m.a. inn í fiskveiðistjórnarlögin 1990 og umræðan er sem sagt orðin nokkuð löng og mikil.

Það er rétt hjá hv. þingmanni að umræðan um stjórnlagaþingið í þessu formi er ekki gömul. En hin klassíska umræða um hvaðan valdið er sprottið, hverjir geta farið með vald og þess háttar er aldagömul.

Hér er aðeins um að ræða útfærslu á því að færa valdið til fólksins. Gefa því færi á að velja sér fulltrúa á stjórnlagaþing. (Gripið fram í.) Það er rétt — hugmyndin um stjórnlagaþing. Hins vegar er þessi klassíska umræða um valdið hjá fólkinu margra alda gömul. Hér er í raun og veru verið að færa ... (Gripið fram í: … já eða nei …) Virðulegi forseti. Úr því að hv. þingmaður treystir sér ekki til að hlýða á umræðuna — en hún hefur látið af máli sínu. Ég ætlaði (Forseti hringir.) að segja að þessi umræða um að færa valdið til fólksins (Forseti hringir.) er gömul. (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Já eða nei?) Það er það sem (Forseti hringir.) Alþingi er að gera.