136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:17]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson velti því margsinnis fyrir sér í ræðu sinni hvað farið hefði fram hjá honum sem skýri afstöðu sjálfstæðismanna til frumvarpsins. Mjög einfalt er að skýra út fyrir hv. þingmanni hvað hefur farið fram hjá honum.

Það virðist algerlega hafa farið fram hjá hv. þingmanni að sjálfstæðismenn hafa ekki sama skilning og hann þegar hann talar af miklu yfirlæti um að verið sé að færa valdið til fólksins með því að láta kjósa stjórnlagaþing með fulltrúakosningu. Hver er munurinn á Alþingi Íslendinga og því að færa valdið til fólksins og kjósa til fyrirhugaðs stjórnlagaþings? Hv. þingmaður byggir þarna upp grundvallarmisskilning og reynir svo að telja sér (Forseti hringir.) trú um að hann botni ekkert í einhverri undarlegri afstöðu sjálfstæðismanna. Að færa valdið (Forseti hringir.) til fólksins, (Forseti hringir.) sagði þingmaðurinn.