136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:51]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið við ræðu hv. þm. Péturs Blöndals er nei. Framsóknarmenn ætla sér ekki hringla með þetta, þeir vilja ganga alla leið með breytingar á stjórnarskránni. Ef hv. þm. Pétur Blöndal óttast að hann nái ekki að koma skoðunum sínum á framfæri innan Sjálfstæðisflokksins býð ég hann velkominn í Framsóknarflokkinn. (Gripið fram í.)