136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:16]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Óskað hefur verið eftir því ítrekað í kvöld að flutningsmenn málsins séu við umræðuna. Það er nú lágmarkskurteisi við þingið að flutningsmenn séu viðstaddir. Hér hafa nefndarmenn í sérnefnd um stjórnarskrármál verið að tjá sig um þau viðhorf sem fram hafa komið í nefndinni og flutningsmenn málsins, hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra — ég verð að taka fram að hv. þm. Birkir J. Jónsson hefur verið hér en hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson hefur ekki sést hér í kvöld. Hér sést hv. þm. Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, í hliðarsal núna, hann hefur ekki sést hér fyrr í kvöld. Ég held að það væri ráð að hann gæfi formanni sínum merki um það (Forseti hringir.) að þetta sé orðið alveg yfirgengilegt og Vinstri grænir (Forseti hringir.) hafa sett mjög niður við það að þeir skuli ekki sýna málinu þá virðingu að vera viðstaddir hér.

Hæstv. forseti. Við hljótum að óska eftir því (Forseti hringir.) að fá svör við því hvort þessir hv. flutningsmenn verði hér við umræðuna áfram.