136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég sem og fleiri hef bundið miklar vonir við það að hér verði komið á fót stjórnlagaþingi. Reyndar vil ég hafa það ráðgefandi en mjög margir vilja það. Það vaknaði hjá mér grunur um að ekki stæði til að hafa stjórnlagaþing þegar ég las 1. og 3. gr. um að það ætti að gera breytingar á stjórnarskrá áður en stjórnlagaþingið tekur til starfa. Ég spurði að því áðan hvort nýkjörið þing með nýtt umboð þyrfti ekki að fara að þeim reglum sem hér væru settar og því var svarað af Lúðvíki Bergvinssyni, sem er einn af flutningsmönnum nefndarálitsins, að svo væri ekki. (Gripið fram í: Hann er ekki viðstaddur.) Og hann er ekki viðstaddur, þannig að ég velti því fyrir mér hvort verið sé að plata mig og hv. þingmenn Framsóknarflokksins sem ég veit að vilja líka að hér verði stjórnlagaþing.

Ég vildi gjarnan að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, Ellert B. Schram, Atli Gíslason og Guðjón Arnar Kristjánsson væru viðstaddir umræðuna (Forseti hringir.) svo þeir geti svarað því hvort það standi til að halda stjórnlagaþing yfirleitt.