136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:24]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við ræðum hér um stjórnarskrá sjálfs lýðveldisins. Umræðan hefur farið hér fram nokkuð lengi en það sést nánast enginn úr stjórnarliðinu, frá minnihlutastjórninni er nánast enginn í þingsal og fylgist ekkert með. Einungis hv. frummælandi, Valgerður Sverrisdóttir, tekur þátt í þingstörfunum og er það virðingarvert en aðrir eru ekki á staðnum. Þvílík virðing fyrir málinu, fyrir stjórnarskránni. (Gripið fram í.) Það þarf að komast inn í umræðuna, herra forseti, hvernig stjórnlagaþingið muni starfa. Munu menn sitja heima hjá sér? Hvernig verður því þingi stjórnað? Það væri áhugavert að fá skýringar á því frá flutningsmönnum. Munu þá þessir æðstu prestar stinga af og láta ekki sjá sig?