136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:26]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmönnum að hér er um stórmál að ræða. Hér er m.a. um það að ræða hvort þingið vill veita þjóðinni aðkomu, treystir þjóðinni fyrir að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslum. Sumir flokkar gera það ekki. (Gripið fram í: Hvað er umræðuefnið?) Ég vil benda á að hér er talsmaður nefndarinnar, hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir. Ég veit að hv. þm. Atli Gíslason er í húsinu og (Gripið fram í.) þessir þingmenn geta vel svarað fyrirspurnum hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Margir eru á mælendaskrá og ég tel mjög mikilvægt að þingmenn (Forseti hringir.) hætti nú að tuða hér uppi í stól um fundarstjórn forseta, sem er ágæt, og (Forseti hringir.) haldi áfram (Gripið fram í.) með ræður sínar og (Forseti hringir.) málflutning í þessu stóra máli. Ég legg áherslu á það, herra forseti, að fundarstjórn (Forseti hringir.) forseta er mjög góð og að mér finnst að (Gripið fram í.) þingmenn eigi að leyfa umræðunni að halda áfram.