136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:31]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Á þeim árum sem ég hef setið á þingi hef ég aldrei heyrt þessi svör fyrr, að ráðherrar og flutningsmenn eigi ekki kost á að mæta. Klukkan er hálftólf og ég spyr — (Gripið fram í.) — nei. Ég spyr: Eru þeir að gegna opinberum skyldum eða eru þeir komnir í rúmið og er það einhver afsökun fyrir því að koma ekki hingað og hlusta á þær umræður sem fara hér fram um stjórnarskrána? Ég tek þessi svör ekki gild að þeir eigi ekki kost á að mæta, það eru engin svör, það er fyrirsláttur. Ég hlýt því að meta það svo að ekki sé forsenda fyrir frekari fundi hér í kvöld og fer fram á að þessum umræðum verði frestað til morguns þegar viðkomandi aðilar, ráðherrar og aðrir þingmenn, eiga þess kost að mæta.