136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:32]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem farið hafa fram á að við hættum þessum umræðum fyrst flutningsmenn málsins, og reyndar þingmenn sem eiga sæti í sérnefnd um málið, sjá sér ekki fært að vera hér, fulltrúar meirihlutaflokkanna. Ég treysti því að hæstv. forseti fresti nú þegar fundi og við getum þá haldið áfram umræðunni á morgun. Ég tek undir að það eru ekki boðleg svör gagnvart þinginu, gagnvart þjóðinni og gagnvart stjórnarskránni að flutningsmenn málsins eigi þess ekki kost að vera hér til þess að ræða málið, taka þátt í umræðunni um stjórnarskrána. Hvers lags svör eru þetta?

Ég tek undir þá spurningu, hvort sem forseti ákveður að fresta fundi eða ekki: (Forseti hringir.) Hvað eru þessir aðilar að gera, (Forseti hringir.) þessir hv. þingmenn, (Forseti hringir.) ef þeir eru ekki að sinna (Forseti hringir.) opinberum skyldum og (Forseti hringir.) geta ekki tekið þátt í umræðum í þinginu?