136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:40]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér hefur farið fram góð og málefnaleg umræða í dag. Sjö þingmenn stjórnarliða hafa talað í dag og fjórir stjórnarandstæðingar, fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Við hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfum setið yfir ræðum sjö þingmanna í stjórnarliðinu og þar með talið Framsóknar enda er þessi ríkisstjórn í boði Framsóknar og þessi umræða einnig.

Ég tel að það sé full ástæða til þess að þingmenn stjórnarliða sýni okkur sömu virðingu og við höfum sýnt þeim, að sitja hér og hlusta á þeirra röksemdir. Það er kominn tími til þess að þeir sitji hér og hlusti á okkar röksemdir. Ef þess er ekki kostur, eins og komið hefur fram — og þá er ég aðeins að tala um þá sem eru á þessu máli — við gerum þá kröfu að a.m.k. þeir (Forseti hringir.) sitji yfir ræðum okkar hér. Ef þess er ekki kostur, eins og hefur verið svarað, (Forseti hringir.) hljótum við að krefjast þess (Forseti hringir.) að fundi verði frestað til morguns.