136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:47]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill taka fram, til viðbótar við það sem kom hér fram úr forsetastóli áðan, vegna þeirrar umræðu sem hér hefur átt sér stað að ætlunin er að reyna að halda áfram örlítið inn í nóttina. Það eru 25 hv. þingmenn á mælendaskrá og virðist því ekki veita af að nýta þann tíma sem hér er til ráðstöfunar. (Gripið fram í.) Vegna frammíkalls hv. þingmanns þá hefur ekki verið ákveðið hversu lengi verður haldið áfram inn í nóttina en það verður metið fljótlega upp úr miðnætti hversu lengi það verður.