136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:49]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti taka fram, eins og fram hefur komið áður, að reynt hefur verið að ná til flutningsmanna. Það hefur náðst til sumra þeirra en ekki allra. (Gripið fram í.) Sumir hv. flutningsmenn eru staddir utanbæjar og eiga ekki kost á því að koma til þingfundar eins og er en skilaboðum hefur verið komið til þeirra sem ekki hefur náðst til og við bíðum svara ef einhver verða.

En það er ljóst að flutningsmenn munu eiga kost á því að hlýða hér á umræður um þetta ágæta frumvarp vegna þess að það liggur alveg ljóst fyrir að þrátt fyrir það að ákvörðun hafi verið tekin um að halda áfram eitthvað lengur og fram yfir miðnætti þá lýkur umræðum um frumvarpið ekki í nótt. (Gripið fram í.)