136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:44]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér hefur verið bent á ákvæði þingskapalaga sem eru alveg skýr um að þingmönnum ber að vera við þessa umræðu. Þeir hafa ekki fjarvistarleyfi. Það eru engar eðlilegar skýringar fyrir fjarvist þeirra. Það hefur verið kallað eftir því hvaða þingmenn það eru sem ekki náðist til. Því hefur ekki heldur verið svarað. Við gerðum þessa athugasemd fyrir réttum klukkutíma. Við gerum hana aftur núna klukkutíma síðar og þá er eins og forseti vakni allt í einu upp við að hann þurfi að kanna málið aftur.

Lítur forseti svo á að athugasemdir af hálfu okkar séu bara einhver brandari eða hvernig eigum við eiginlega að skilja þetta? Sinnir forseti ekki skyldum sínum? Á hann ekki stöðugt að hafa verið að reyna að ná í þetta fólk þennan klukkutíma? Ef ekki legg ég til og tek undir tillögu hv. þm. Jóns Magnússonar að forseti slíti hér fundi og hleypi okkur heim og við getum mætt hérna þess vegna klukkan níu í fyrramálið ef (Forseti hringir.) forseti vill.