136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:46]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vanvirðing forustumanna ríkisstjórnarinnar, forustumanna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, gagnvart þingi og þjóð í þessu mikilvæga máli er með ólíkindum. Það sama má eiginlega segja um hv. þingmenn þessarar ríkisstjórnar. Hér sitja tveir hv. þingmenn Vinstri grænna í salnum. Heldur eru þeir orðnir þreytulegir og væri gaman að geta sett á þá myndavélarnar fyrir þjóðina til að líta á þá. Syfjulegir eru þeir, annað verður ekki sagt.

Ég held að (Gripið fram í.) í ljósi þess — við erum vel vakandi og virk í umræðunni — í ljósi þess hvernig ástandið er orðið hér og hversu mikið áhugaleysið er hjá fulltrúum hæstv. ríkisstjórnar sé einsýnt að fresta þessu máli. Telji forseti að viðveru þessara fulltrúa sé ekki þörf hér og (Forseti hringir.) umræðum verði haldið áfram held ég að hann ætti að gefa okkur svar um það hvenær hann (Forseti hringir.) hyggst ljúka þessari umræðu. (Forseti hringir.) Hann sagði áðan að hann ætlaði að fara eitthvað (Forseti hringir.) örlítið inn í nóttina. (Forseti hringir.) Það er komin nótt, a.m.k. hjá flestum, (Forseti hringir.) og ég held að við ættum að fá skýringar hjá hæstv. forseta um (Forseti hringir.) hvenær hann hyggst þá slíta þessari umræðu.