136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:59]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tók þátt í umræðum hér til klukkan að verða þrjú í nótt og nú er komið töluvert fram yfir miðnætti. Ég á um langan veg að fara heim og þess vegna finnst mér sanngjarnt að fá svar við því hvenær þessum fundi verður slitið hjá hæstv. forseta. Ég þarf þar að auki að koma snemma til vinnu í fyrramálið og eins og ég sagði er um langan veg að fara. Þess vegna finnst mér eðlilegt miðað við það að þeir sem báru þetta mál fram láta fáir sjá sig hér í þingsalnum að þessum fundi verði slitið sem allra fyrst svo þingmenn geti farið heim og ég sem á um langan veg að fara.