136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:06]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég veit vel að það er heiðarleg taug í hæstv. forseta sem nú situr á forsetastóli. Ég veit að það er heiðarleg taug í honum, samstarfsmanni mínum hér á hinu háa Alþingi til margra ára. Þess vegna geri ég kröfu til þess að hann umfram aðra svari spurningum um það hvort hann telji ekki eðlilegt að fundi verði frestað þegar enginn af flutningsmönnum þessa máls er viðstaddur umræðuna.

Ég vil líka benda hæstv. forseta á það, svo það komi skýrt fram, að hann er forseti allra þingmanna, ekki bara stjórnarþingmanna, ekki bara ríkisstjórnarinnar, ekki bara hv. þm. Atla Gíslasonar, heldur er hann líka forsetinn minn. Ég á rétt á því að fá svör frá honum, hafandi það í huga að ég á að fara á fund í allsherjarnefnd klukkan hálfníu í fyrramálið, þar sem m.a. á að ræða greiðsluaðlögun fasteignaveðlána. (Forseti hringir.) Ég vil fá svör um það hvenær þessum fundi lýkur. Ég vil (Forseti hringir.) í lokin benda hæstv. forseta á það, af því að hann nefndi það að (Forseti hringir.) ýmsir þingmenn hefðu beðið lengi eftir að fá orðið (Forseti hringir.) að næst á mælendaskrá eru hv. þm. Pétur H. Blöndal og Dögg Pálsdóttir og (Forseti hringir.) ég treysti mér vel til þess að ná hagstæðum samningum við það fólk um að ljúka þessum fundi.