136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:13]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í allri vinsemd, og ég hef átt langt samstarf við þann sem situr nú á forsetastóli og alla jafna mjög gott, þá er mér algjörlega óljóst af hverju hæstv. forseti svarar því ekki hvenær búast megi við því að hann ljúki fundi. Við höfum fengið þau svör að flutningsmenn þessa máls, þessa merkilega máls um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ætli sér ekki að sinna umræðu um það, sinna umfjöllun um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni að þeirra frumkvæði. Þá liggur það fyrir, þeir ætla ekki að sinna skyldum sínum á Alþingi. En ég hlýt að krefjast þess af hæstv. forseta að hann svari mér því hvenær hann ætli að ljúka fundi ella verði við þeirri ósk minni að við þingflokksformenn komum saman til fundar (Forseti hringir.) og ræða um það (Forseti hringir.) hvernig á að ljúka störfum. Ég óska þess að hæstv. forseti svari mér þessu.