136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Af því að hv. 1. þm. Norðvest. minnti á að vinstri grænir voru mjög öflugir í stjórnarandstöðu (Gripið fram í.) og beittu málþófinu, öflugir þannig lagað séð, og ég geri mér grein fyrir að hv. þingmaður sem forseti Alþingis lagði sig fram um að koma á betri reglu í þinginu og varð nokkur árangur af þeirri vinnu hv. þingmanns vil ég láta þá skoðun mína koma fram að ég hélt að hv. þingmaður og flokkur hans mundu kannski hafa lært það af reynslunni með vinstri græna að þeir mundu ekki fara út í það að leika sama leik. (ÞKG: Þetta er stjórnarskráin.) En þeir leika sama leik (Gripið fram í.) og ég hélt eiginlega, eins og ég hef sagt (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) einhvern tíma áður, af því að ég hef haft meira álit á Sjálfstæðisflokknum en hann á skilið, (Forseti hringir.) að hann færi ekki út í þetta. Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki eiginlega samboðið þinginu að (Forseti hringir.) leika svona eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir.