136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

fundarstjórn forseta.

[21:03]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni, það er algerlega nauðsynlegt að fresta þeirri umræðu sem hér hefur farið fram, ekki vegna þess að ekki sé ástæða til að ræða það frumvarp sem er til meðferðar, heldur vegna þess að brýn mál liggja fyrir og eru á dagskrá sem ég tel að við þurfum að láta ganga fyrir.

Það blasti algerlega við í sjónvarpinu í kvöld þegar stjórnmálaforingjar ræddu saman að úrræðaleysi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar er þvílíkt að þingið verður að koma til skjalanna, afgreiða þessi mál og koma í veg fyrir að frekari skaði verði af úrræðaleysi og stjórnleysi á Íslandi. Þess vegna hvet ég hæstv. forseta til að hlusta á þær ábendingar að við snúum okkur að því að ræða atvinnumál og uppbyggingarmál og frestum um sinn umræðunni um það mikilvæga mál sem stjórnarskipun landsins er.

(Forseti (ÞBack): Forseti hefur hlustað á hv. þingmenn og athugasemdir þeirra. Enn eru fjölmargir á mælendaskrá.)