136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:51]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú hafa þessar frómu óskir komið hér fram og hefði í rauninni ekki átt að þurfa að bera fram óskir um að flutningsmenn málsins sýni þá virðingu, (Gripið fram í: Stjórnarskránni.) fyrst og fremst þjóðinni, (Gripið fram í: Þjóðinni sem ekki má tjá sig?) Alþingi og því máli sem er hér flutt fram að vera við umræðuna.

Hæstv. forseti. Ég reikna með að forseti hafi þá virðingu fyrir því embætti að vera forseti þingsins og fresti núna þingstörfum þannig að við getum rætt við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar um þetta mál sem þeir hafa svona gífurlegan áhuga á að fari í gegnum þingið, ætla að böggla í gegnum þingið. (Forseti hringir.) Ég treysti því að hæstv. forseti fresti núna þingstörfum.